Betri lestur

lestur namskeid Læsi í víðum skilningi, lestur, talað mál, tjáning, ritun og tölvu- og upplýsingafærni. Kennt er einu sinni í viku 60 mínútur í senn.

Markmið námskeiðsins er:

  • Að auka lestrarfærni og sjálfstraust nemenda gegnum vinnu með tjáningu, lestur og ritun.
  • Að þjálfa nemendur í að nýta sér fjölbreytta möguleika tækninnar við lestur og ritun.

Einstaklingstímar eða fámennir hópar.  Hafið samband lestur@lestur.is.

Það sem við gerum

Lestrarmiðstöðin veitir sérhæfða kennslu í lestri fyrir börn og fullorðna með leshömlun (dyslexia). Einnig kennslu í lestrartengdum námsgreinum því erfiðleikar í lestri koma víða fram í námi svo sem í lesskilningi, ritun, stafsetningu og erlendum tungumálum.

Aðferðin okkar

Í Lestrarmiðstöð er unnið með grunnþætti lestrar samkvæmt kennsluaðferðum sem byggja á rannsóknum á leshömlun og aðferðum sem reynst hafa árangursríkar við lestrarkennslu.

Markmið okkar hefur frá upphafi verið að allir sem til okkar koma sýni framfarir, við byggjum kennsluna upp á jákvæðni, nýtum fjölbreyttar leiðir við þjálfun, nýtum tölvutæknina, rafbækur og hljóðefni.

Önnur námskeið

Bóka námskeið

Hafðu samband við Lestrarmiðstöð til þess að bóka námskeið.