Námskeið
Í Lestrarmiðstöð eru námskeið í lestri og ritun fyrir alla aldurshópa. Vinna okkar er fagleg og samkvæmt kennsluaðferðum sem byggja á rannsóknum á því hvernig börn verða læs og á aðferðum sem reynst hafa árangursríkar við lestrarkennslu. Sjá nánar um lestur
Markmið okkar hafa frá upphafi verið að allir sem til okkar koma sýni framfarir, að byggja kennsluna upp á jákvæðni og nýta fjölbreyttar leiðir við þjálfun. Við leggjum áherslu á að virkja foreldra í lestrarnámi barnanna.
- Bókstafaspilið að læra bókstafina og tengja þá saman hentar 6-9 ára.
- Betri lestur ætlað 8-18 ára.
- Hvert liggur leiðin? hentar unglingum og fullorðnum.
Bóka námskeið
Hafðu samband við Lestrarmiðstöð til þess að bóka námskeið.