Einkatímar

Lestur og ritun

Aðferðin okkar

Unnið með grunnþætti lestrar samkvæmt kennsluaðferðum sem byggja á rannsóknum og aðferðum sem reynst hafa árangursríkar við lestrarkennslu. Markmið okkar hefur frá upphafi verið að allir sem til okkar koma sýni framfarir, við byggjum kennsluna upp á jákvæðni, nýtum fjölbreyttar leiðir við þjálfun, nýtum tölvutæknina, rafbækur og hljóðefni. Við leggjum áherslu á að foreldrar taki virkan þátt  í lestrarnámi barna sinna.

Markmið námskeiðsins er:

Að auka  lestrar- og ritunarfærni og sjálfstraust nemenda gegnum vinnu með mál- og læsistengd viðfangsefni.

Við notum fjölbreytt lesefni, hlustun, talað mál, ritun og skapandi skrif og við þjálfum nemendur í að nýta sér fjölbreytta möguleika tækninnar við lestur og ritun.
Einstaklingstímar eða fámennir hópar.

Tímar fyrir allan aldur.

Bóka tíma

Hafðu samband við Lestrarmiðstöð til þess að bóka tíma.