Bókstafaspil

Spilastokkurinn með íslensku bókstöfunum styður foreldra við lestrarnám barna sinna.
Gagnlegur fyrir leik- og grunnskólakennara sem vinna með bókstafina.
Börn sem eiga erfitt með að mynda nákvæm tengsl milli stafs og hljóðs hafa oft veikleika í hljóðkerfi tungumálsins og geta verið í áhættuhópi vegna leshömlunar.
Sjá leshömlun
Íslensku bókstafina má fá í einum spilastokki. Börnin teikna mynd á bakhlið spilanna af hlut sem hefur bókstafinn sem fyrsta hljóð.
Teikna mynd – muna hljóð
Byrja með 8 – 12 bókstafi:
á, s, í, a, l, ó, r, i, m, u, e, v,
Þegar barnið er búið að læra nokkra bókstafi má byrja að raða þeim saman í 2-4 stafa orð, þannig er unnið út frá stafaþekkingu barnsins sem er mikilvægt til að byggja upp jákvæðni og áhuga.
Í spilastokknum eru 36 spil, allir íslensku bókstafirnir eru með. Sérhljóð og tvíhljóð eru rauð en samhljóð eru svört.
Sölustaðir Bókstafaspila
Bókstafaspilin fást í bókabúð A4 og ABC -skólavörum, einnig er hægt að panta þau hér á síðunni.
Panta stokkinn með bókstöfunum
Fylltu út formið til að panta stokk af bókstafaspilunum. Hægt er að sækja spilin til Lestarmiðstöðvar Í Mjódd, Álfabakka 12,eða fá þau send í pósti.
Póstlagning fer fram eftir að greiðsla hefur borist:
- Kennitala: 600201-2550
- Banki: 0537-04-251090
- Upphæð: kr. 3.600
- Kvittun: audur@lestur.is