Bókstafaspil
Spilastokkurinn með íslensku bókstöfunum styður foreldra við lestrarnám barna sinna. Gagnlegur fyrir alla sem vinna með byrjendalestur. Börn sem eiga erfitt með að mynda nákvæm tengsl milli stafs og hljóðs þrátt fyrir hefðbundna kennslu hafa oft veikleika í hljóðkerfi tungumálsins og geta verið í áhættuhópi vegna leshömlunar. Sjá leshömlun
Íslensku bókstafina má fá í einum spilastokki. Börnin teikna mynd á bakhlið spilanna af hlut sem hefur bókstafinn sem fyrsta hljóð.
Bókstafaspilin henta vel fyrir nemendur af erlendum uppruna.
Teikna mynd – muna hljóð
Byrja með 8 – 12 bókstafi:
á, s, í, a, l, ó, r, i, m, u, e, v,
Þegar barnið er búið að læra nokkra bókstafi má byrja að raða þeim saman í 2-4 stafa orð, þannig er unnið út frá stafaþekkingu barnsins sem er mikilvægt til að byggja upp jákvæðni og áhuga.
Í spilastokknum eru 36 spil, allir íslensku bókstafirnir eru með. Sérhljóð og tvíhljóð eru rauð en samhljóð eru svört.
Sölustaðir Bókstafaspila
Bókstafaspilin fást í bókabúð A4 og ABC -skólavörum, einnig er hægt að panta þau hér á síðunni.
Panta stokkinn með bókstöfunum
Fylltu út formið til að panta stokk af bókstafaspilunum. Hægt er að sækja spilin til Lestrarmiðstöðvar í Mjódd eða fá þau send í pósti.
Póstlagning fer fram eftir að greiðsla hefur borist:
- Kennitala: 600201-2550
- Banki: 0537-04-251090
- Upphæð: kr. 2.400
- Kvittun: audur@lestur.is