Ertu með leshömlun (lesblindu)?
Um skimun á leshömlun (lesblindu).
Það getur verið viðkvæmt mál að leita sér aðstoðar vegna vanda við lestur eða ritun. Hér á eftir er spurningalisti um helstu einkenni leshömlunar sem fyrsta skref í að meta leshömlun. Það auðveldar fólki að leita aðstoðar, ráðgjafar eða frekari greiningar,
Leshömlun getur haft áhrif bæði í námi og starfi og dregið úr sveigjanleika fólks á vinnumarkaði. Skimunin er ætluð unglingum og fullorðnum.
Lestrarskimun
Ef þú svarar þremur af eftirfarandi spurningum jákvætt ættir þú að svara öllum spurningalistanum.
- Varstu lengi að læra að lesa?
- Er lesturinn hægur ?
- Er stafsetning mjög óörugg ?
- Áttu í erfiðleikum með erlend tungumál?
- Var erfitt að læra margföldunartöflur í skóla?
Það tekur um það bil 10-15 mínútur að taka prófið.