Að læra bókstafina

bokstafaspil
Hversu marga bókstafi kann barnið? Örugg bókstafaþekking er undirstaða lestur .
Á þessu námskeiði læra börnin bókstafina hratt og vel á skapandi hátt. Þau eru í fámennum hópi og teikna, lita og tjá sig.

Þau læra bókstafina og leika sér að því að raða þeim saman og búa til skrýtin og skemmtileg orð. Unnið er út frá stafaþekkingu barnsins og bætt við bókstöfum eftir færni hvers og eins. Börnin eiga síðan bókstafina með eigin myndum eftir námskeiðið sem styður þau við lestrarnámið.

Þessi leið til að læra íslensku bókstafina hentar líka vel fyrir nemendur af erlendum uppruna.

Spilastokkurinn með íslensku bókstöfunum styður foreldra við lestarnám barna sinna og er gagnlegur fyrir alla sem vinna með börn þegar lestrarnám gengur hægt.

Nemendur sem eiga erfitt með að mynda nákvæm tengsl milli stafs og hljóðs þrátt fyrir hefðbundna kennslu og þjálfun hafa oft veikleika í hljóðkerfi tungumálsins og geta verið í áhættuhópi vegna leshömlunar

Önnur námskeið