Erfiðleikar við lestur

Börn sem giska mikið við lesturinn, eru óörugg og hikandi í lestri eru oftast í vanda með að mynda nákvæm tengsl milli stafs og hljóðs og sama vanda má oft sjá í ritun orða.  Ef þú átt í erfiðleikum með að fá barnið til að lesa heima, lesturinn er ekki á jákvæðum nótum, ekki halda áfram á sömu braut, heldur er mikilvægt að finna út hvað hamlar:

• forsaga um málerfiðleika
• erfiðleikar með að greina og vinna með hljóð/stafi í orðum
• erfiðleikar við að læra bókstafi og hljóð þeirra
• ruglingur á stöfum og hljóðum
• hægur, hikandi lestur
• erfiðleikar við að skrifa orð rétt
• slakur lesskilningur (oft vegna hæglæsis og lestæknin er ekki góð)

 

Hafa samband