Leshömlun

Hvað er átt við þegar talað er um leshömlun?

Formleg skilgreining á leshömlun (dyslexia) er: Dyslexía er sértækur námsörðugleiki af taugalíffræðilegum uppruna. Einkennin birtast í erfiðleikum með nákvæman, sjálfvirkan lestur og slakri færni í stafsetningu og umskráningu. Erfiðleikana má í flestum tilfellum rekja til vanda við úrvinnslu málhljóða sem er ekki í samræmi við aðra vitsmunalega hæfni einstaklingsins og koma fram þrátt fyrir vandaða lestrarkennslu. Dyslexía getur leitt til erfiðleika með lesskilning og ónógrar lestrarreynslu, sem aftur getur komið niður á þróun orðaforða og öflun þekkingar í gegnum lestur.
www.interdys.org

Merki um leshömlun geta komið fram á mismunandi aldri, ýmist fljótlega þegar nemandi fer að finna fyrir erfiðleikum við að lesa og skrifa í fyrstu bekkjum grunnskóla eða síðar þegar reyna fer á lestur, stafsetningu og ritun í efri bekkjum grunnskóla eða á fyrstu árum í framhaldsskóla. Með góðri kennslu og þjálfun geta flestir einstaklingar með dyslexíu náð viðunandi tökum á lestri, en oft verða stafsetningarerfiðleikar viðvarandi. Margir nemendur með leshömlun finna ekki fyrir verulegum vanda fyrr en nám er hafið í háskóla, þeir hafa þá sögu um þessa erfiðleika en hafa tekist á við þá með ýmsum ráðum.

Aldrei of seint

Margir nemendur hverfa frá námi á fyrstu árum í framhaldskóla án þess að vita að undir liggjandi ástæður voru leshömlun

Ert þú með leshömlun – taktu prófið

Sagan, Orsakir, tíðni

Afleiðingar (ómeðhöndlaðar) leshömlunar kvíði, stress þunglyndi óhreyfanleiki á vinnumarkaði

Næstu skref

Skoðaðu námskeiðin eða hafðu samband við Lestrarmiðstöð.